Varnir gegn mengun hafs og stranda

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 15:42:58 (5258)

2004-03-11 15:42:58# 130. lþ. 82.5 fundur 162. mál: #A varnir gegn mengun hafs og stranda# (heildarlög) frv., AtlG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[15:42]

Atli Gíslason (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að hv. þm. sem hér talaði hafi kannski gert fullmikið úr orðum mínum þegar ég talaði um andstæða póla. Ég hefði kannski betur orðað það þannig að þessir aðilar nálgast þetta viðfangsefni með mismunandi hætti. Ég taldi þess vegna rétt að sjónarmið beggja mættu njóta sín í slíkri umræðu án þess að ég væri og er alls ekki að gera lítið úr því sem atvinnurekendur hafa gert á Íslandi í þágu umhverfisverndar. Ég hefði að vísu vilja sjá þá taka duglegar til hendinni. En ég hygg að hv. þm. hafi eitthvað misskilið mig eða geri mér upp hugsun sem ég tel mig ekki hafa.