Varnir gegn mengun hafs og stranda

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 15:44:01 (5259)

2004-03-11 15:44:01# 130. lþ. 82.5 fundur 162. mál: #A varnir gegn mengun hafs og stranda# (heildarlög) frv., JKÓ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[15:44]

Jón Kr. Óskarsson:

Hæstv. forseti. Atli Gíslason taldi sig hafa komið mjög seint að þessu máli. Ég kom enn þá seinna. Ég sé samt ástæðu til að velta upp tveim spurningum.

Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjmrn. um frv. segir, með leyfi forseta:

,,Í 5. mgr. 4. gr. segir að Landhelgisgæslan sjái um eftirlit á hafsvæðum umhverfis Ísland og Siglingastofnun Íslands annist eftirlit með búnaði skipa vegna mengunarvarna. Ekki er reiknað með auknum kostnaði af þessu.``

Ég vek athygli á því að fjmrn. telur að það skapi ekki aukinn kostnað. Ég tel hæpið að þetta standist. Er gert ráð fyrir þessu í fjárlögum fyrir árið 2004? Ég vildi varpa þessu fram.