Félagslegt réttlæti á vinnumarkaði

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:21:47 (5298)

2004-03-15 15:21:47# 130. lþ. 83.1 fundur 406#B félagslegt réttlæti á vinnumarkaði# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:21]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon):

Hæstv. forseti. Sá er hér stendur kannast ekki við að málið hafi komið til nokkurrar umfjöllunar á vettvangi ríkisstjórnarinnar frá því a.m.k. ég settist í stól félmrh. Ég hef lýst því við umræðuna og get gert það aftur, hv. þm. Helgi Hjörvar, að ýmis efnisatriði tilskipunarinnar sem eru til umræðu eru þess eðlis að full ástæða er til að fara yfir hvort ekki sé rétt að fella þau í lög okkar og reglur. (Gripið fram í.)

Hins vegar er ekki um það einhugur eða samstaða að þetta sé ein þeirra tilskipana sem okkur beri, samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að taka upp í reglur okkar. Er það svo að við eigum umhugsunarlaust að taka allt þar upp án þess að fara yfir það? (Gripið fram í: Góð mál.)