Félagslegt réttlæti á vinnumarkaði

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:22:34 (5299)

2004-03-15 15:22:34# 130. lþ. 83.1 fundur 406#B félagslegt réttlæti á vinnumarkaði# (óundirbúin fsp.), HHj
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:22]

Helgi Hjörvar:

Herra forseti. Auðvitað eigum við ekki að taka málið upp umhugsunarlaust, en við eigum ekki að velja þær tilskipanir sem lúta að félagslegu réttlæti og hafna þeim sérstaklega. Þetta er eina tilskipunin í vinnuréttinum sem við höfum ekki innleitt. Hæstv. félmrh. hlýtur að kannast við að hafa lýst því yfir í viðtali við Fréttablaðið í haust að tilskipunina ætti ekki að innleiða en hugsanlega leiða í lög ýmis ákvæði hennar. Af hverju er lagafrv. þess efnis ekki komið hingað?

Tilskipunin var sett árið 2000 og, hæstv. félmrh., það dugar ekki að hafa stóryrði um það sem aðrir aðhafast á vinnumarkaði þegar hæstv. ráðherra vinnumarkaðsmála hirðir ekki um að staðfesta grundvallartilskipanir um mannréttindi okkar á vinnumarkaði á Íslandi.