Afgreiðsla frumvarps um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Þriðjudaginn 16. mars 2004, kl. 13:47:28 (5334)

2004-03-16 13:47:28# 130. lþ. 84.91 fundur 408#B afgreiðsla frumvarps um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (aths. um störf þingsins), SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 130. lþ.

[13:47]

Sigurjón Þórðarson:

Frú forseti. Ég vil byrja á að hrósa hæstv. dómsmrh. fyrir að hafa dregið umdeilt frv. um fullnustu refsinga til baka, en það var alveg greinilegt á vinnu sem fram fór í allshn. að málið þurfti að vinna betur.

Nú höfum við enn og aftur mál sem þarf að vinna betur sem er hér til umfjöllunar. Það er ekki einungis umdeild stíflugerð heldur er einnig verið að aflétta friðun á ýmsum náttúruperlum svo sem Dimmuborgum, Leirhnjúki og Hverfjalli. Mér finnst eina vitið að hæstv. umhvrh. dragi frv. einfaldlega til baka og fylgi góðu fordæmi hæstv. dómsmrh.

Hvað þýðir það að málið eigi að bíða í nefnd? Ég veit það ekki. Eftir hverju er verið að bíða? Mér finnst þetta vera óskiljanleg vinnubrögð.