Aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri

Þriðjudaginn 16. mars 2004, kl. 14:04:12 (5341)

2004-03-16 14:04:12# 130. lþ. 84.6 fundur 33. mál: #A aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri# þál., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 130. lþ.

[14:04]

Steingrímur J. Sigfússon:

Frú forseti. Ég vildi við afgreiðslu málsins sem 1. flm. þess þakka fyrir þann stuðning sem það hlýtur hér. Ég þakka hv. iðnn. fyrir vinnu að málinu. Það tókst góð samstaða í nefndinni um afgreiðslu málsins sem byggði m.a. á jákvæðum umsögnum sem málið fékk í meðförum nefndarinnar. Ég er afar þakklátur og ánægður með að þessi tillaga skuli hljóta afgreiðslu og mættu góð þingmál oftar, án tillits til þess af hverjum þau eru flutt í þingsal, hljóta slíka afgreiðslu. Ég vona að hæstv. ríkisstjórn taki vel á móti barninu og komi því til manns með framkvæmd.