Varnir gegn mengun hafs og stranda

Þriðjudaginn 16. mars 2004, kl. 14:14:54 (5343)

2004-03-16 14:14:54# 130. lþ. 84.7 fundur 162. mál: #A varnir gegn mengun hafs og stranda# (heildarlög) frv., MÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 130. lþ.

[14:14]

Mörður Árnason:

Forseti. Menn sjá eindrægni og störf umhvn. í verki við þessa löngu atkvæðagreiðslu. Það verður að segja að það er ekki beinlínis umhvrn. og hæstv. umhvrh. til hróss að hafa flutt frv. þetta gallað inn á þingið, einkum í ljósi þess að þetta er í þriðja sinn sem það er lagt fram og búið að taka tillit til fyrri athugasemda við það. Ég segi þó já.