Norræna ráðherranefndin 2003

Þriðjudaginn 16. mars 2004, kl. 14:28:11 (5345)

2004-03-16 14:28:11# 130. lþ. 84.9 fundur 579. mál: #A Norræna ráðherranefndin 2003# skýrsl, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 130. lþ.

[14:28]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessa miklu skýrslu upp á tæplega 130 síður. En mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra út í samstarfið við Norðurlandaráð. Ég tek eftir því að í skýrslunni er mjög lítið fjallað um það, í sjö línum í skýrslunni er fjallað um samstarfið við Norðurlandaráð. Ég spyr hæstv. ráðherra: Er vægi Norðurlandaráðs í eitthvað að minnka og hefur samstarf milli Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs minnkað að hennar mati? Hérna er því ekki gert sérstaklega hátt undir höfði. Af því að ég er ný í Norðurlandaráði spyr ég um þetta þegar ég sé að svo lítil áhersla er lögð á það starf.