Tímasetning ráðstefna á vegum ráðuneyta

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 13:35:33 (5392)

2004-03-17 13:35:33# 130. lþ. 85.91 fundur 411#B tímasetning ráðstefna á vegum ráðuneyta# (aths. um störf þingsins), MÞH
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[13:35]

Magnús Þór Hafsteinsson:

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir að taka þetta mál upp. Minn þingflokkur hefur tekið eftir þessu líka, þ.e. að umrædd ráðstefna er sett upp á þeim tíma þegar þing er í fullum gangi. Ég vil ítreka að það er mjög bagalegt fyrir þingflokka, sérstaklega litla þingflokka sem hafa ekki á að skipa miklum mannafla, þegar svona lagað kemur upp. Minn þingflokkur hefði svo gjarnan viljað fá að taka þátt í þessari ráðstefnu. Hún er mjög áhugaverð eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson benti á. En við erum bara í mestu vandræðum vegna þess að við höfum ekki mannskap í það því miður. Við verðum bundnir við störf þingsins í allan dag. Þetta kemur sér mjög illa og mér finnst þetta lykta af slæmri skipulagningu og engu öðru. Ég vona svo sannarlega að þetta muni ekki endurtaka sig.