Útgáfa bókarinnar Forsætisráðherrar Íslands

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 13:55:57 (5404)

2004-03-17 13:55:57# 130. lþ. 85.1 fundur 583. mál: #A útgáfa bókarinnar Forsætisráðherrar Íslands# fsp. (til munnl.) frá forsrh., Fyrirspyrjandi MÁ
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[13:55]

Fyrirspyrjandi (Mörður Árnason):

Forseti. Ég vil fagna þeim upplýsingum sem hafa fengist um næsta útgáfuverk forlagsins ,,Bókaútgáfa ríkisins`` sem á varnarþing í forsrn. Ég vil líka fagna því að hæstv. forsrh. og hæstvirtir félagar hans hafa gert sér grein fyrir því að munur er á fyrstu fimm ráðherrum Íslands og síðan á þeim forsætisráðherrum í ríkisstjórnum Íslands sem við tóku árið 1917, þó að sá munur komi að vísu ekki fram í þessari bók.

Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um þessa bók eða aðrar þær sem ,,Bókaútgáfa ríkisins`` hyggst taka til útgáfu á þessu ári nema að segja hæstv. forsrh. að eins og aðrir landsmenn þá hlökkum við ákaflega til hins 15. september.