Stuðningur við börn með Goldenhar-heilkenni

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 18:21:57 (5467)

2004-03-17 18:21:57# 130. lþ. 85.6 fundur 718. mál: #A stuðningur við börn með Goldenhar-heilkenni# fsp. (til munnl.) frá félmrh., Fyrirspyrjandi VF
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[18:21]

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. félmrh. fyrir svörin og þann áhuga sem hann virðist hafa sýnt þessu máli. Ég vona að hann fylgi því áfram. Sérstaklega vil ég þakka honum fyrir að hafa sett sig í samband við aðstandendur, það er mjög gott mál.

Það kom fram í máli hæstv. heilbrrh. fyrr í dag að ýmis mál, eins og kom líka fram hér áðan, eru á gráu svæði, þ.e. á milli ráðuneyta, verkefni skarast. Ég hef að sjálfsögðu líka lagt fram fyrirspurn til heilbrrh. í þessu máli, en ég vænti þess að hæstv. félmrh. muni hafa frumkvæði að því að leysa þetta mál á milli þeirra ráðuneyta.