Raforkulög

Fimmtudaginn 18. mars 2004, kl. 11:33:51 (5513)

2004-03-18 11:33:51# 130. lþ. 86.1 fundur 740. mál: #A raforkulög# (flutningur raforku, gjaldskrár o.fl.) frv., 737. mál: #A Landsnet hf.# frv., 747. mál: #A jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku# frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 130. lþ.

[11:33]

Kristján L. Möller (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt hjá hæstv. iðnrh. að Samf. stendur ævinlega vel að öllum störfum sem hún tekur sér fyrir hendur, sama hvort það er að sitja í 19 manna nefnd eða annað. Andsvar mitt snýst um eina grein þessa frv., 7. gr., en í henni segir m.a., með leyfi forseta:

,,Ef orka frá flutningskerfi er afhent á hærri spennu ber að lækka gjaldskrá með tilliti til þess.`` --- Þetta á þá líka við í hina áttina, ef orkan er með lægri spennu mun gjaldskráin hækka. Þetta snýst sennilega langmest um Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, þ.e. að ef þessi hærri spenna er afhent hvort ekki sé sanngjarnt að lækka verðið, og því spyr ég hæstv. iðnrh.: Hvað var skoðað í þessum efnum? Þetta er að mínu mati sanngirnissjónarmið gagnvart Orkuveitu Reykjavíkur, gagnvart dreifiveitunni, og mig langar að spyrja hæstv. iðnrh.: Hvaða prósentur telur hún koma til greina í þessum efnum?