Raforkulög

Fimmtudaginn 18. mars 2004, kl. 11:35:10 (5514)

2004-03-18 11:35:10# 130. lþ. 86.1 fundur 740. mál: #A raforkulög# (flutningur raforku, gjaldskrár o.fl.) frv., 737. mál: #A Landsnet hf.# frv., 747. mál: #A jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 130. lþ.

[11:35]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta ákvæði varðar í raun það að verið er að afhenda vöru, hvort sem hún er meira eða minna unnin. Þegar fyrirtæki kaupa rafmagnið með hærri spennu þurfa þau að standa í þeim kostnaði að lækka hana. Þess vegna er þetta ákvæði í frv., og eins ef það er á hinn bóginn, til að koma til móts við þennan kostnað. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að þetta varðar stórfyrirtækin á suðvesturhorninu og það er kannski ekki rétt af mér að fara nákvæmar ofan í þetta eða nefna tölur í því sambandi en þær tölur sem eitthvað hefur verið unnið með hafa verið 4--6%, eitthvað slíkt. Þetta á eftir að skoða frekar því að, eins og hv. þm. sér, ekki eru ákvæði um það nákvæmlega í frv. hversu mikinn afslátt yrði um að ræða. Ég tel ekki ósanngjarnt að hafa þetta með þessum hætti.