Útlendingar

Mánudaginn 22. mars 2004, kl. 16:52:17 (5584)

2004-03-22 16:52:17# 130. lþ. 87.11 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, AtlG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 130. lþ.

[16:52]

Atli Gíslason (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. dómsmrh. virðist hafa misskilið orð mín að einhverju leyti. Ég sagði að hægt væri að leysa þau vandamál sem upp hafa komið á grundvelli núgildandi lagaheimilda í útlendingalögunum. Flóknara er það ekki.

Ég segi: Þessi ákvæði eru óþörf. Ég segi líka að verið er að búa útlendingum annað réttarumhverfi en Íslendingum. Það er m.a. verið að skilgreina nýjan hjúskaparaldur fyrir útlendinga, verið að búa til nýtt málamyndahjúskaparhugtak í útlendingalögunum sem ættu að vera í hjúskaparlögunum og það sem gengur lengst og verst er að verið er að heimila lífsýnatöku. Það er ekki orð um að það þurfi að vera rökstuddur grunur eða nokkur skapaður hlutur. Þess vegna er ég á móti þessum ákvæðum frv. þótt ég styðji hins vegar það sem snýr að stækkun Evrópubandalagsins eins og ég hef sagt áður.