2004-03-23 17:45:43# 130. lþ. 88.11 fundur 612. mál: #A staðfesting samninga um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen# þál., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 130. lþ.

[17:45]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var allt rétt sem fram kom í máli hv. þm. Sólveigar Pétursdóttur, m.a. að hæstv. utanrrh. var í umræðunni en það eina sem hann sagði, var ef ég man rétt og verð þá leiðréttur af þeim sem betur muna sem hér eru staddir, að það næðist ekki að segja samningnum upp fyrir næsta ár vegna þess að tímamörkin væru liðin. Þess vegna bjóst ég við að það sjónarmið væri rætt í nefndinni, að þar sem við værum með lausan síldveiðisamning til hvaða átta menn horfðu varðandi loðnusamninginn, ekki fyrir árið sem nú er hafið heldur fyrir árið þar á eftir því það þarf að segja samningnum upp með sex mánaða fyrirvara og þetta er ekki skyndiákvörðun sem menn taka. Ef menn ætla að halda uppi þrýstingi í málinu verður að taka þá ákvörðun í tíma en vera ekki alltaf á eftir sjálfum sér eins og allt framlag samninganna ber vott um.