Norræni tungumálasamningurinn og táknmál

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:30:31 (5679)

2004-03-29 15:30:31# 130. lþ. 89.1 fundur 440#B norræni tungumálasamningurinn og táknmál# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:30]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég bið alla viðstadda að leggja á minnið þessi góðu orð. Umboðið er víðtækt. Það kemur ekkert fram um að vöflur séu á ríkisstjórninni með að samstaða náist um það í starfshópnum að táknmálið fari inn í tungumálasamninginn, að það standi á Íslandi varðandi þetta mál. Ég ætla því í lok máls míns að minna á formennskuáætlunina. Ein forsenda þess að lýðræðið sé virkt er að allir samfélagshópar eigi kost á að hafa raunveruleg áhrif í þjóðfélaginu. Miðað við feril þessa máls á Alþingi verð ég að segja að nú reynir á að orð og athafnir fari saman.