Gjaldtaka af umferðarmannvirkjum

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:33:36 (5681)

2004-03-29 15:33:36# 130. lþ. 89.1 fundur 441#B gjaldtaka af umferðarmannvirkjum# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:33]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þm., að það er verið að fara yfir gjaldtökumál af samgöngumannvirkjum í ráðuneytinu. Það er einn af mjög mörgum þáttum sem við vinnum að sem tengjast endurskoðun á samgönguáætlun. Eins og lög gera ráð fyrir er unnið að endurskoðun á samgönguáætluninni, þ.e. fjögurra ára áætluninni. Gert er ráð fyrir því að endurskoðuð áætlun verði lögð fram á þingi næsta haust.

Hv. þm. er mikill áhugamaður um gjaldtöku og það er vel. Ég tel einsýnt að það verði að fara yfir þau mál, ekki síst vegna þess að þegar Hvalfjarðargöngin voru grafin var mörkuð mjög skýr stefna varðandi það að skapa þau skilyrði að einkaaðilar, hlutafélög eins og í því tilviki, gætu átt kost á að taka að sér slíkt verkefni. Þess vega er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi línurnar fyrir það hvernig þetta verði gert til framtíðar.

Það liggur engin niðurstaða fyrir í þessu máli. Það er skiljanlegt að hv. þm. sé órólegur en engu að síður verður að tengja málið samgönguáætlunarvinnunni. Ég vona að áður en langt um líður muni heyrist meira af þeirri vinnu en frv. um það eða stefnumótun í því efni verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing heldur er þetta liður í endurskoðun á samgönguáætluninni.