Samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:45:58 (5687)

2004-03-29 15:45:58# 130. lþ. 89.3 fundur 479. mál: #A samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum# þál. 11/130, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:45]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Í ljósi þess sögulega aðdraganda sem rakinn er í ítarlegu nál. fulltrúa Samf. í utanrmn. þar sem sýnt var með óhrekjandi rökum fram á að hrun stofnsins á sínum tíma mátti alfarið rekja til gríðarlegrar rányrkju Norðmanna á síldarseiðum og smásíld, einnig í ljósi ummæla utanrrh. 24. febrúar sl. þar sem hann gerði því skóna að hugsanlega mætti enn gefa eftir 3--5 þús. tonn af síldarkvóta Íslendinga til Norðmanna og í þriðja lagi í ljósi óvandaðra vinnubragða utanrrn. sem birtist í því að málið var ekki lagt fyrir Alþingi fyrr en helmingurinn af samningstímanum var útrunninn verður ríkisstjórnin sjálf að bera ábyrgð á þessum vonda samningi. Því munu þingmenn Samf. ekki greiða atkvæði í málinu, heldur sitja hjá.