Ábúðarlög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 14:43:05 (5777)

2004-03-30 14:43:05# 130. lþ. 90.3 fundur 782. mál: #A ábúðarlög# (heildarlög) frv., JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[14:43]

Jón Bjarnason (andsvar):

Frú forseti. Ég benti á þetta atriði af því að hv. þm. minntist á að það væri óeðlilegt að sveitarstjórn skipti sér af því hvað væri gert með viðkomandi land. Ég benti á að svona ákvæði væri áfram í lögunum um afskipti af því af hálfu jarðareiganda.

Ég ítreka, frú forseti, að ég tel að þessi sjónarmið, réttur ábúandans og réttur samfélagsins til þess að hafa um það að segja hvernig með landið er farið og það nýtt, réttur þess samfélags þar sem viðkomandi jörð er og auðlindir hennar eiga að vera til þess að styrkja viðkomandi samfélag, eigi að vera fyrir hendi. Ég tel mikilvægt að þessi lög séu skoðuð með hliðsjón af hvaða aðkomu sveitarstjórnir hafa í gegnum önnur lög, bæði um réttindi og skyldur sveitarstjórna til að hafa áhrif á meðferð og nýtingu landsins gæða í nágrenni sínu.

Frú forseti. Ég lýk þessu andsvari mínu með því að ég tel tímabært að ábúðarlögin séu endurskoðuð. Það er mjög mikilvægt að sú endurskoðun verði vandlega unnin og menn missi ekki af sér í neinni sjálfshyggjuglýju sem ríður núna svolítið yfir samfélagið en haldi sig niðri á jörðinni hvað þetta varðar og gæti hagsmuna lands og þjóðar til hins ýtrasta.