Ábúðarlög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 15:28:00 (5788)

2004-03-30 15:28:00# 130. lþ. 90.3 fundur 782. mál: #A ábúðarlög# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[15:28]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Já, það eru dæmi um þetta, ljót dæmi, og ég tek undir það með hæstv. ráðherra. Nú þekkir hann eflaust betur til þessa málaflokks en ég, miklu betur, og þess vegna langaði mig að spyrja hæstv. ráðherra hvort þetta séu mörg dæmi og hvort ekki sé rétt, ef þetta eru fá dæmi og skipta þessa einstaklinga verulega miklu máli, að ríkið taki einhvern veginn á sig að reyna að bæta þessu fólki það fjárhagstjón sem það hefur orðið fyrir. Mér finnst að það ætti að koma til greina að skoða það ef dæmin eru ekki mörg. Það er í raun sanngirnismál og mundi ekki kosta ríkið mikið.

Þetta eru einungis 300 bændur eða ábúendur og því spyr ég hvort það hafi verið leitað sérstaklega eftir sjónarmiðum þeirra. Ég tel nauðsynlegt, ef við ætlum að gera þessi lög vel úr garði, að fara vel yfir málið og fá fram og kalla eftir sjónarmiðum þeirra. Ég veit ekki til þess að þessir 300 ábúendur hafi með sér samtök en eflaust veit hæstv. ráðherra það betur en ég.