Jarðalög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 16:10:37 (5797)

2004-03-30 16:10:37# 130. lþ. 90.4 fundur 783. mál: #A jarðalög# (heildarlög) frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[16:10]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ráðstöfun á sölu jarða og kaupum manna á milli er það sem sveitarfélögin hafa ekki viljað. Nokkur sveitarfélög hafa gert þetta en ekki alltaf með góðum árangri. Það er alveg með ólíkindum að sveitarstjórn eigi að ákveða hvort Jón eða Gunna kaupi tiltekna jörð og með hvað viðkomandi ætlar að búa. Það er alls ekki rétt að verið sé að takmarka umgengni almennings um jarðir með lögunum, það er bara alveg af og frá. Í lögum er líka hægt að taka land eignarnámi ef almannahagsmunir þurfa þeirra með. Þetta er því útúrsnúningur hjá hv. þm. varðandi lögin enda vill hann náttúrlega að ríkið eigi allar jarðir.