Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 18:04:03 (5822)

2004-03-30 18:04:03# 130. lþ. 90.5 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[18:04]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég átti svo sem ekki von á að hv. þm. Jóhann Ársælsson hefði verið í beinu sambandi við Tony Blair. Hins vegar gefa a.m.k. aðrir forustumenn Samf. í skyn í fjölmiðlum að þeir séu í beinu sambandi við forustu Verkamannaflokksins í Bretlandi, gott ef þeir hafa ekki mætt á fundi, ráðstefnur og skemmtanir þar sem forustumennirnir, þar með talinn Tony Blair, hafa verið á ferðinni. Það væri ekkert skrýtið, miðað við þá áherslu sem Samf. hefur lagt á tillögur sínar varðandi fiskveiðistjórnina, að hún hefði kynnt það fyrir þessum flokki í Bretlandi.

Varðandi spurningu hv. þm. þá er svarið við henni það að ég tel ekki að tillögur Samf. mundu tryggja yfirráð Íslendinga yfir auðlindinni, ef því kerfi væri komið á og við mundum ganga í Evrópusambandið. Ég tel að það mundi alls ekki gerast.