Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 18:14:04 (5824)

2004-03-30 18:14:04# 130. lþ. 90.5 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[18:14]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það gæti nú verið að Skotinn Tony Blair hefði nú eitthvert vit á ... (MÞH: Skoti?) Skoti, hann er fæddur í Edinborg og uppalinn. Það gæti verið að hann hefði eitthvert vit á fiskveiðistjórn einmitt vegna þess að stærstur hluti bolfiskafla Bretlands kemur að landi í Skotlandi. Ég var reyndar þar seinni hluta síðasta árs á tveimur fundum um fiskveiðistjórn, annars vegar á Hjaltlandseyjum og hins vegar í Edinborg. Ég held að ég sé vel fær um að tjá mig um það hver upplifun mín var af fólki sem ég hitti þar.

Ég get ekki annað en tekið undir með hv. þm. Magnúsi Þór Hafsteinssyni, að ástandið í Norðursjónum er alveg skelfilegt. En fiskveiðistjórnarkerfið þar hefur auðvitað ekkert með fiskveiðistjórnarkerfið hér að gera. Þar gildir hin sameiginlega fiskveiðistjórnarstefna Evrópusambandsins. Þar er ekki bara um kvótakerfi að ræða heldur líka dagakerfi. Það þýðir því ekki fyrir hv. þm. að reyna að stimpla ástandið í Norðursjó sem kvótakerfisástand þar sem það er líka dagakerfisástand.