Sóttvarnalög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 18:57:21 (5842)

2004-03-30 18:57:21# 130. lþ. 90.7 fundur 790. mál: #A sóttvarnalög# (skrá um sýklalyfjanotkun) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[18:57]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Frv. er flutt að beiðni sóttvarnalæknis til að skjóta lagastoðum undir þann gagnagrunn sem hér um ræðir og notkun hans. Þessar upplýsingar eru til og í 2. gr. frv. segir:

,,Að halda skrá um notkun manna á sýklalyfjum sem valdið geta ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum.`` --- Það eru sem sagt þau lyf sem um ræðir í þessu sambandi.

Varðandi kostnaðinn og skráninguna þá er búið að breyta lögum, eins og fram kom hjá hv. ræðumanni, varðandi lyfjagagnagrunna og verja til breytinganna fjármagni. Í samræmi við ákvæði um persónuvernd þarf að dulkóða þessar upplýsingar. Persónuvernd hefur þegar skilað greinargerð um frv. Eins og fram hefur komið hefur Persónuvernd gefið grænt ljós á framlagningu þessa frv.

Ég hygg að viðbótarkostnaður í þessu sambandi muni vera óverulegur eins og fram kemur í umsögn fjmrn. Áður er búið að samþykkja löggjöf um lyfjagagnagrunna og veita til þess fjármuni. Hér er verið að skjóta frekari lagastoðum undir þessa tilteknu skráningu samkvæmt beiðni sóttvarnalæknis.