Sóttvarnalög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 19:00:57 (5844)

2004-03-30 19:00:57# 130. lþ. 90.7 fundur 790. mál: #A sóttvarnalög# (skrá um sýklalyfjanotkun) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[19:00]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að heilbr.- og trn. kalli eftir upplýsingum í vinnslu málsins, en eftir þeim upplýsingum sem ég hef munu þær liggja fyrir í kerfi Tryggingastofnunar og þarf að draga upplýsingarnar út á þann hátt sem samrýmist reglum um persónuvernd. Annars er einboðið að nefndin fari yfir málið og kalli eftir upplýsingum um það.