StP fyrir SigurjÞ

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 13:33:15 (5849)

2004-03-31 13:33:15# 130. lþ. 91.94 fundur 448#B StP fyrir SigurjÞ#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 130. lþ.

[13:33]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá hv. 10. þm. Norðvest., Sigurjóni Þórðarsyni, dags. 31. mars:

,,Þar sem ég fer nú í hluta fæðingarorlofs, sbr. 12. gr. laga um þingfararkaup og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varamaður á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, Steinunn K. Pétursdóttir, taki sæti mitt á Alþingi frá og með deginum í dag að telja til 16. apríl nk.``

Steinunn K. Pétursdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.