Afgreiðsla þingmannamála úr nefndum o.fl.

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 13:53:42 (5860)

2004-03-31 13:53:42# 130. lþ. 91.91 fundur 445#B afgreiðsla þingmannamála úr nefndum o.fl.# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 130. lþ.

[13:53]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill nefna það að lyktum þessarar umræðu um störf þingsins að samkvæmt áðurnefndu yfirliti um stöðu þingmála frá síðasta föstudegi voru þingmál samtals 811. Það bíða 56 frv. og þáltill. umræðu í þinginu. Það bíða 126 fyrirspurnir svars. Því bíða afgreiðslu samtals 182 þingmál í þessum sal en þingmálin eru 811. Oft hefur því ástandið verið verra, má segja.