Afgreiðsla fjarskiptalaga úr samgöngunefnd

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 14:04:57 (5864)

2004-03-31 14:04:57# 130. lþ. 92.91 fundur 449#B afgreiðsla fjarskiptalaga úr samgöngunefnd# (aths. um störf þingsins), GHall
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[14:04]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Það er mjög gott að hér er kominn þingmaður sem er farinn að glugga mjög gaumgæfilega í störf nefnda þingsins. Það er ágætt, enda hefur þingmaðurinn lengi sótt það fast að hér yrði settur á sérstakur rannsóknardómur á meðal alþingismanna og er langþráður draumur hv. þingmanns.

Varðandi Persónuvernd og ríkislögreglustjóra er alveg ljóst að Persónuvernd gerði engar athugasemdir við 42. gr. Það hefur margsinnis komið fram og ég held að það þurfi ekki frekar vitnanna við varðandi þetta mál. Það verður tekið fyrir í samgn. í fyrramálið þar sem verður farið yfir málið.

Um ósannindi eða ósannsögli hirði ég ekkert um að svara vegna þess að það kom fram í máli manna sem ekki er ástæða til að vera að fjalla um frekar hér hvernig á yrði haldið.