Tækniháskóli Íslands

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 14:36:08 (5875)

2004-03-31 14:36:08# 130. lþ. 92.3 fundur 766. mál: #A Tækniháskóli Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[14:36]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég hef nokkrum sinnum komið í húsnæði Tækniháskóla Íslands og verð að segja að til fjölmargra ára hefur það verið þeirri stofnun til minnkunar að ekki hafi verið bætt úr því ástandi sem þar hefur verið. Mér finnst að hæstv. ráðherra, sem tók þannig til orða áðan að menn væru að feta sig áfram í þessu máli, þyrfti að gefa svolítið skýrari svör um hve hratt menn ætli að feta sig áfram til að koma þessari starfsemi undir viðunandi þak. Þannig hefur það ekki verið í gegnum tíðina.

Ég hvet hæstv. ráðherra til að láta virkilega til sín taka í málefnum Tækniháskólans því að þar hefur þörfin verið mjög brýn of lengi. Það er mikilvægt að menn leggi áherslu á að standa við bakið á annarri háskólastarfsemi en hinni hefðbundnu.