Framhaldsskóli í Mosfellsbæ

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 14:48:40 (5883)

2004-03-31 14:48:40# 130. lþ. 92.4 fundur 768. mál: #A framhaldsskóli í Mosfellsbæ# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi VF
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[14:48]

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka menntmrh. fyrir svörin og þeim sem hafa tekið þátt í þessum umræðum. Ég tek undir spurningu hv. þm. Hjálmars Árnasonar: Hvenær er í raun tímabært að hefja uppbyggingu skóla í sveitarfélagi miðað við stærð?

Það hefur jafnframt sýnt sig varðandi Borgarholtsskóla, sem Mosfellsbær tók réttilega þátt í að byggja upp, að vegna samgangna er hann nokkuð úr leið nemenda sem vilja sækja hann úr Mosfellsbæ þannig að þeir sækja í aðra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Ég vil jafnframt velta því hér upp, úr því að hæstv. menntmrh. hefur alla vega velt því fyrir sér að reisa framhaldsskóla í Mosfellsbæ, að hún gæti t.d. tekið sérstaklega á umhverfismálum og atvinnu- og ferðamálum.