Auglýsingar í grunnskólum

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 15:12:30 (5896)

2004-03-31 15:12:30# 130. lþ. 92.6 fundur 805. mál: #A auglýsingar í grunnskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., BjörgvS
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[15:12]

Björgvin G. Sigurðsson:

Frú forseti. Hér er hreyft athyglisverðu máli en eins og við höfum séð í fréttum af og til undanfarna daga fjölgar þeim sífellt tilfellunum þar sem auglýsendur í blindri græðgi sinni herja á grunnskóla og aðrar stofnanir sem hafa með börn að gera og líta á þau sem einhvers konar óplægðan akur fyrir auglýsingastarfsemi á vörum sínum og er þetta að mínu mati algerlega óþolandi. Það er óþolandi að innrás græðginnar skuli með þessum hætti vera að herja á grunnskólana. Ég skora á hæstv. ráðherra að beita sér fyrir setningu reglna sem veita börnum lágmarksvernd gegn græðgi og yfirgangi einstakra auglýsenda. Það er algerlega óþolandi að grunnskólarnir skuli vera næsti áfangastaður fyrir auglýsingamarkaðinn. Það er nóg samt. Þetta er ósiðlegt, óboðlegt og það er þörf á reglum. Dæmin sanna það. Ég skora á hæstv. ráðherra menntamála að beita sér fyrir setningu slíkra reglna.