Auglýsingar í grunnskólum

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 15:13:44 (5897)

2004-03-31 15:13:44# 130. lþ. 92.6 fundur 805. mál: #A auglýsingar í grunnskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[15:13]

Drífa Hjartardóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ástu Möller fyrir að taka þetta mál enn einu sinni upp í þingsölum. Hún hefur gert það áður. Og ég vil taka undir með hæstv. menntmrh. að í sjálfu sér er það í rauninni skólayfirvalda og sveitarfélaga að taka frumkvæði í þessum málum. Umboðsmaður barna hefur ítrekað óskað eftir að settar væru reglur um lágmarksvernd barna undir 18 ára aldri. Mér finnst kannski einum of hart fram gengið af hv. þm. Björgvini Sigurðssyni þegar hann talar hér um græðgi því ekki er þetta allt um sölumennsku, heldur líka um upplýsingar. Auðvitað eiga starfsmenn skóla ekki að vera í vinnu fyrir þá sem eru að auglýsa starfsemi sína, hvort sem það eru vörur eða annað sem þeir vilja koma á framfæri. En ég tel að þetta sé mál sem skólayfirvöld og sveitarfélög eigi að taka fast á og gera það í samráði sín á milli.