Byggðakjarnar

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 15:35:02 (5909)

2004-03-31 15:35:02# 130. lþ. 92.8 fundur 704. mál: #A byggðakjarnar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[15:35]

Hjálmar Árnason:

Frú forseti. Það er ekki nema rétt ár síðan byggðaáætlun var samþykkt á Alþingi. Þess vegna er furðulegt að heyra (Gripið fram í.) heyra þann talsmáta hér að það er eins og sú byggðaáætlun hafi gert ráð fyrir því að innan árs skyldu öll þau háleitu markmið sem þar eru sett ... (GAK: Það er eins og þú hafir verið á tunglinu.) Ég vil biðja hv. þm. um að gæta hófs, ég hef bara eina mínútu og nenni ekki að eyða henni allri í hv. þm.

Þó er ekki liðið nema eitt ár, frú forseti. Rétt er að rifja upp að fyrir einu og hálfu ári eða svo var ástandið á Austfjörðum ekki svo afskaplega beysið. Þar ríkti mikil svartsýni. Ef við skoðum hvernig ástandið er á Austfjörðum í dag þá hefur þar orðið mikil breyting. Það er mikill árangur á einu ári.

Hæstv. ráðherra hefur lýst því yfir að í gangi sé vinna hvað Norðvest. varðar. Við væntum þess sama í Suðurk. Unnið er að fjarskiptaáætlun sem á að ná um landið allt og þar eru metnaðarfull markmið og þar fram eftir götunum.

En það sem ávallt mun halda uppi byggð í landinu er atvinnulíf en ekki opinber störf fyrst og fremst.