Jöfnun búsetuskilyrða á landinu

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 15:50:00 (5915)

2004-03-31 15:50:00# 130. lþ. 92.9 fundur 773. mál: #A jöfnun búsetuskilyrða á landinu# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., StP
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[15:50]

Steinunn K. Pétursdóttir:

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þm. Kristjáni Möller fyrir að vekja athygli á þessum málum með fyrirspurn sinni.

Frjálslyndi flokkurinn hefur þegar lagt fram frv. sem lýtur að þessu máli þar sem lagt er til að kostnaður manna við ferðir til og frá vinnu sem er umfram 120 þús. kr. á ári verði frádráttarbær frá tekjum áður en til skattlagningar kemur þar sem mikill ferðakostnaður fólks á landsbyggðinni til og frá vinnu er til þess fallinn að draga úr samkeppnishæfi byggðarlaga um vinnuafl.

Einnig vil ég vekja athygli á því að gjald sem innheimt er af þeim sem tíðum fara um Hvalfjarðargöng er ekki til þess fallið að jafna búsetuskilyrði í landinu og tel ég rétt að skoðaðar verði leiðir til þess að bæta úr því.