Atvinnuleysistryggingar

Fimmtudaginn 01. apríl 2004, kl. 12:30:46 (5985)

2004-04-01 12:30:46# 130. lþ. 93.5 fundur 816. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (hækkun bóta) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 130. lþ.

[12:30]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Frú forseti. Heldur þokast nú til réttrar áttar með hæstv. félmrh. Við minnumst þess þegar hann byrjaði feril sinn hér á þinginu. Þá voru fyrstu áform hans að klippa þrjá daga framan af fyrsta mánuði í atvinnuleysi. Ekki hefði það orðið til þess að bæta kjör atvinnulausra. Honum var hjálpað til að endurskoða stefnuna og ég sé að það hefur gengið þokkalega.

Ég kem aðallega upp, frú forseti, til þess að inna hæstv. félmrh. eftir því hvort enn sé í gildi sú stefna sem mótuð var á síðasta flokksþingi Framsfl., að stefnt skyldi að því í tíð þessarar ríkisstjórnar að atvinnuleysisbætur yrðu ekki lægri en lægstu taxtar.