Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 17:35:31 (6071)

2004-04-05 17:35:31# 130. lþ. 94.14 fundur 868. mál: #A þjóðgarðurinn á Þingvöllum# frv. 47/2004, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[17:35]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Það er óþarfi að túlka saklausa spurningu af þessu tagi. Við erum að heyra þetta, þingheimur, í fyrsta sinn núna í þessari umræðu og ég hygg að enginn hafi kannski tekið afstöðu til þess sem enn þá er bréf tveggja hv. þingmanna til hæstv. forsrh. en ekki komið í tillöguform með einum eða neinum hætti og móttakandi bréfsins hefur raunar ekki haft tækifæri til þess að svara, hvort sem hann gerir það hér í umræðunni eða ekki.

Það sem ég spurði ósköp einfaldlega um var hvað menn gerðu ráð fyrir að nefndin yrði stór. Ég vakti athygli á því að í nefndinni þyrftu að vera 11 til þess að hún uppfyllti hvort tveggja að hafa oddatölu nefndarmanna og fulltrúa allra þingflokka. Hv. þm. hefur upplýst að hann geti hugsað sér sjö manna nefnd, en þó þannig að fullur þingstyrkur flokkanna komi ekki fram. Ég þakka honum svörin og bið hann að sinni að leggja sig ekki mjög fram um að túlka þessa saklausu spurningu í andsvarinu.