Reynslulausn fanga

Þriðjudaginn 06. apríl 2004, kl. 13:38:39 (6134)

2004-04-06 13:38:39# 130. lþ. 95.91 fundur 461#B reynslulausn fanga# (aths. um störf þingsins), PHB
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 130. lþ.

[13:38]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég vil benda hv. þingheimi á að þegar galli er í lögum snýr hann sér til sjálfs sín og breytir lögunum en snýr sér ekki til framkvæmdarvaldsins og biður það um að breyta lögunum. Það er Alþingi sem setur lög á Alþingi og enginn annar.

Ég vil árétta það sem hv. varaformaður allshn. sagði, að nefndin á að taka þetta fyrir. Það á að snúa sér til nefndarinnar og hún á að taka málið fyrir og breyta lögum þegar eitthvað er að lögum. Það er ekki spurningin um það að framkvæmdin hafi verið í ólagi.