Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 06. apríl 2004, kl. 18:47:31 (6195)

2004-04-06 18:47:31# 130. lþ. 95.4 fundur 460#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 130. lþ.

[18:47]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er þetta alveg ljóst. Ég er jafnmikið á móti því fyrir það. (Utanrrh.: Hverju?) Ég var á móti því að Íslendingar breyttu um þá utanríkisstefnu sem þeir höfðu. Ég tel að það hafi verið mikið slys að það gerðist. Ég held að miklu nær hefði verið að menn héldu áfram að fara þá leið sem var farin eftir að Íslendingar gengu í Atlantshafsbandalagið og gerðu þennan samning við Bandaríkjamenn um herinn og var fylgt alveg þangað til menn lögðu af barnaskapinn, eins og hæstv. utanrrh. hefur lýst því hér. Þá hefðu menn ekki lent í þeim vanda að þurfa að styðja vini sína eftir ákvarðanir um hernaðaraðgerðir eins og þessar. Ég held að öllum væri nær sem engin vopn hafa eða styrk til þess að taka þátt í hernaðarátökum að vera ekki að leggja sig í það að taka ákvarðanir með þeim sem hvort sem er hlusta ekki á það sem slíkir mundu leggja til.

Ég er alveg sannfærður um að Íslendingar eru betur komnir með hina fyrri stefnu og barnaskap sinn sem hæstv. ráðherra kallaði svo.