Tónlistar- og ráðstefnuhús

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 15:34:22 (6282)

2004-04-14 15:34:22# 130. lþ. 96.9 fundur 799. mál: #A tónlistar- og ráðstefnuhús# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[15:34]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja í þessu máli er vissulega um þarfa framkvæmd að ræða en hún hefur mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Það er ljóst samkvæmt þeim áætlunum sem ég gat um í upphafi að þetta tónlistarhús er að vissu leyti forsenda þess að rekstrargrundvöllur verði fyrir ráðstefnu- og hótelbyggingu við hliðina þannig að í raun er um að ræða ríkisaðstoð til þess að gera atvinnurekstur hagkvæman á þessu svæði. Ég er í sjálfu sér ekki að hafa á móti því. Ég vek athygli á því að m.a. studdi ég hér löggjöf til þess að veita ríkisábyrgð til atvinnuuppbyggingar í Vatnsmýrinni. En ef við ætlum ekki að setja landið endanlega á hliðina þá verða menn að beita ríkisvaldinu með sama hætti annars staðar á landinu. Það er ekki hægt, herra forseti, að svæðistakmarka afl ríkisins eins og ætlað er að gera.