Tónlistar- og ráðstefnuhús

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 15:38:10 (6285)

2004-04-14 15:38:10# 130. lþ. 96.9 fundur 799. mál: #A tónlistar- og ráðstefnuhús# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[15:38]

Pétur H. Blöndal:

Frú forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda þessa fyrirspurn. Hún vekur athygli á því að verið er að fara út í gífurlegar fjárfestingar á sama tíma og þjóðin stendur á öndinni vegna fjárfestinga vegna álvers á Austurlandi o.s.frv. Þetta kemur því á mjög slæmum tíma þannig séð. Þetta kostar líka óhemjufé. Ég held að menn hafi ekki almennilega áttað sig á því hvað þetta kostar mikið vegna þess að það á að dylja það með því að dreifa þessu á einhverjar ársgreiðslur eins og venjan er. En auðvitað verður þessi mikla uppbygging þarna á endanum greidd af skattgreiðendum landsins. Þetta er eitt dæmi um það hvernig þrýstihópar beita kröftum sínum til þess að ná fram ákveðnum markmiðum á kostnað almennings, á kostnað skattgreiðenda. Ég vara við þessu alveg sérstaklega á þessum þenslutímum.