Tvöföldun Vesturlandsvegar

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 19:29:54 (6341)

2004-04-14 19:29:54# 130. lþ. 96.18 fundur 741. mál: #A tvöföldun Vesturlandsvegar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., GunnB
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[19:29]

Gunnar Birgisson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir fyrirspurnina. Málið hefur dregist úr hömlu, þ.e. hönnun verkefnisins, mat á umhverfisáhrifum og ferillinn allur er mjög langur. Þetta stangaðist á við skipulagsmál í Reykjavík og þurfti að færa veginn með auknum kostnaði innar í hlíðina þannig að skerðingarnar urðu miklu meiri. Þá hitti vegurinn heldur ekki á brýrnar yfir þær ár sem þarf að fara yfir þannig að kostnaðurinn er orðinn gífurlegur. Ég tel rétt að geyma þessi mislægu gatnamót því kostnaður við þau er einhvers staðar frá 300 millj. kr. og upp í 600 millj. kr. og kostnaðaráætlun er núna komin í 900 millj. kr. Þá er erfitt um vik en ég treysti hæstv. samgrh. vel til að fara með málið og leiða það farsællega til lykta.