Tvöföldun Vesturlandsvegar

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 19:32:05 (6343)

2004-04-14 19:32:05# 130. lþ. 96.18 fundur 741. mál: #A tvöföldun Vesturlandsvegar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Fyrirspyrjandi VF
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[19:32]

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka svör hæstv. ráðherra. Það er eins og mig grunaði að það stefnir í að verkið tefjist enn og aftur.

Hvað varðar mislæg gatnamót er áætlað að þau kosti 300--400 millj. Það er rétt sem Jóhann sagði að þetta kom ekki nógu skýrt fram en miðað við það sem ráðherra sagði munu breytingar sem gera þarf á áætlun þýða um 900 millj. kr. meiri kostnað. Ég spyr því einfaldlega: Þýðir það ekki alveg skýrt að verkið tefjist og muni alls ekki hefjast á þessu ári eins og áætlað var?

(Forseti (BÁ): Forseti vil áminna þingmenn um að ávarpa ekki þingmenn bara með skírnarnafni heldur annaðhvort fullu nafni eða kenna þá við kjördæmi sitt.)