Vatnasvæði Ölfusár og Hvítár

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 20:03:21 (6356)

2004-04-14 20:03:21# 130. lþ. 96.21 fundur 901. mál: #A vatnasvæði Ölfusár og Hvítár# fsp. (til munnl.) frá landbrh., GunnB
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[20:03]

Gunnar Birgisson:

Virðulegi forseti. Hv. þm. hafa fullyrt að það sé betra fyrir samfélagið að hafa stangveiði í staðinn fyrir netaveiði. Slíkar fullyrðingar þykja mér afar hæpnar. Það eru svo margir þættir sem koma við sögu.

Netaveiðar hafa verið keyptar í Hvítá í Borgarfirði og ég hvet hv. þm. til að kynna sér afkomu á laxveiðum í Hvítá, Þverá og Kjarrá í Borgarfirði eftir að netaveiðum var hætt, hvort það hafi orðið mikil aukning í afla. Það eru svo margir óvissuþættir varðandi afkomu seiðaárganganna og allt það.

Ég kannast ekki, hæstv. forseti, við gruggugt vatn í Ölfusá. Ég þekki það ágætlega og hef veitt þar mikið á stöng. Svo er annað sem má ekki gleyma að það er orðinn móður í landinu að sleppa helst öllum fiskum sem menn veiða á stöng þannig að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því í framtíðinni.