Viðræður um fyrirhugaða fækkun í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 10:37:39 (6363)

2004-04-15 10:37:39# 130. lþ. 97.91 fundur 467#B viðræður um fyrirhugaða fækkun í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli# (aths. um störf þingsins), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[10:37]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég hef nýlega gert utanrmn. grein fyrir stöðu þessara mála og ekkert hefur breyst síðan ég gerði nefndinni ítarlega grein fyrir málinu. Hæstv. forsrh. er í New York sem heiðursgestur Íslensk-ameríska verslunarfélagsins og aðalræðumaður á fundi þess auk þess sem hann hefur opnað merka listsýningu í New York á verkum Errós. Hann mun eingöngu vera í New York. Hitt er svo annað mál að bæði fulltrúar utanrrn. og forsrn. nota hvert tækifæri sem þeir fá með formlegum eða óformlegum hætti til að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri í þessu máli. En í þessari heimsókn forsrh. eru engar slíkar formlegar viðræður fyrirhugaðar.