Veðurþjónusta

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 12:56:45 (6526)

2004-04-16 12:56:45# 130. lþ. 98.18 fundur 784. mál: #A veðurþjónusta# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 130. lþ.

[12:56]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér þykir miður ef hæstv. umhvrh. er svo tímabundin að hún hafi ekki tíma til að vera hér við andsvör þingmanna og skuli kveinka sér undan því að farið sé í andsvör við ræðu hennar í mjög yfirgripsmiklu máli, sem er stórt og viðamikið og við ætlum okkur auðvitað að vinna vel í umhvn. En við viljum engu að síður fá fram ákveðnar grunnupplýsingar við 1. umr. málsins. Það er ekki nema eðlilegt.

Ég verð að segja, virðulegi forseti, að þegar ég les greinargerðina nánar en ég hafði tíma til að gera fyrir fyrstu ræðu mína þá kemur í ljós að talað er um að Vegagerðin og Flugmálastjórn og fleiri aðilar sem komið hafa að veðurþjónustu muni ekki hafa neinar skilgreindar skyldur lengur á sviði veðurþjónustu samkvæmt þessu frv. og því sé eingöngu fjallað um þá öryggis- og vöktunarþjónustu sem Veðurstofu Íslands er ætlað að veita.

Ég tel eðlilegt að hæstv. umhvrh. svari því hvort þetta þýði að sú þjónusta sem þessir aðilar hafa hingað til veitt eða haft með höndum verði lögð niður. Ég held að það skipti verulegu máli að það verði skilgreint hver aðkoma þeirra stofnana sem hingað til hafa átt þátt í veðurþjónustunni verður við þessar breytingar.