Veðurþjónusta

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 12:58:11 (6527)

2004-04-16 12:58:11# 130. lþ. 98.18 fundur 784. mál: #A veðurþjónusta# frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 130. lþ.

[12:58]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ekki gert ráð fyrir því að sú starfsemi verði lögð niður sem aðrar stofnanir hafa sinnt. Vegagerðin, Siglingamálastofnun, Flugmálastofnun og fleiri aðilar sinna veðurtengdri þjónustu. En það kemur fram í frv. að reyna eigi að samræma upplýsingarnar. Veðurstofan á að hafa forustu um það, það kemur fram í lok 5. gr. Það er því ekki gert ráð fyrir því að sú starfsemi verði lögð niður.

Ég vil taka það fram, hæstv. forseti, að ég kveinka mér ekki yfir því að svara andsvörum. En ástæðan fyrir því að hv. þm. túlkaði það sem svo er að ég er búin að boða fólk í kaffi í umhvrn. klukkan tvö til að halda upp á að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir var svo vinsamleg að draga fram að við hefðum staðið okkur vel í jafnréttismálum. Ég ætlaði að fagna því enda þótti mér mjög vænt um þá yfirlýsingu hennar. Það er ástæðan fyrir því að ég taldi að við gætum klárað þetta mál. En við getum alveg haldið áfram að ræða það.