Eiturefni og hættuleg efni

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 13:20:14 (6536)

2004-04-16 13:20:14# 130. lþ. 98.20 fundur 877. mál: #A eiturefni og hættuleg efni# (sæfiefni, EES-reglur) frv. 96/2004, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 130. lþ.

[13:20]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þetta fróðlega innlegg og skemmtilega. Ég er sammála honum um að mér þykir orðið gott og geri mér grein fyrir því að stofninn er fenginn úr sögninni ,,að sofa`` og það á vel við. Hér er um að ræða efni sem sofa í náttúrunni. En efni sem sofa vakna líka. Við þurfum á því að halda að vera meðvituð um svefn þeirra og vöku.

Ég þakka hv. þm. fyrir þetta skemmtilega innlegg og held að hæstv. umhvrh. geti tekið það til sín, að það þarf að fræða almenning um hvers vegna við erum að búa til svona orð og hvað þau þýða. Það er í verkahring hæstv. umhvrh.