Lyfjalög

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 15:03:46 (6557)

2004-04-16 15:03:46# 130. lþ. 100.2 fundur 880. mál: #A lyfjalög# (lyfjaverð og greiðsluþátttaka almannatrygginga) frv. 83/2004, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 130. lþ.

[15:03]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér hlýtur að vera um misskilning að ræða því að frv. á að greiða fyrir samhliða innflutningi lyfja og m.a. er kveðið á um það í frv. að Lyfjastofnun geti sótt um markaðsleyfi á lýðheilsuforsendum fyrir lyf og greitt þar með fyrir innflutningi lyfja. Það er því markmið frv. að leita leiða til sparnaðar og lækkunar lyfjakostnaðar. Það er meginþemað í frv.