Lyfjalög

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 15:06:31 (6559)

2004-04-16 15:06:31# 130. lþ. 100.2 fundur 880. mál: #A lyfjalög# (lyfjaverð og greiðsluþátttaka almannatrygginga) frv. 83/2004, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 130. lþ.

[15:06]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að hér sé um að ræða ákvæði í frv. þar sem segir svo, með leyfi forseta:

,,Þegar um samhliða innflutt lyf er að ræða skal lyfjagreiðslunefnd hafa hliðsjón af verði þess í útflutningslandinu við verðákvörðun sína.``

Ég þykist vita að hv. þm. vilji túlka þetta svo að þetta sé ekki hvati til innflutnings. En ég hlýt að túlka það þannig að innflutningsaðilar hafi vilja til að flytja inn ódýr lyf. Ég hlýt að höfða til þess og túlka það svo að markmið lyfjainnflytjanda sé að lækka lyfjareikning landsmanna. Þeir hljóti að hafa hvata til þess að standa í samkeppni og selja ódýr lyf. Það er mergurinn málsins í frv.