Lyfjalög

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 15:51:23 (6564)

2004-04-16 15:51:23# 130. lþ. 100.2 fundur 880. mál: #A lyfjalög# (lyfjaverð og greiðsluþátttaka almannatrygginga) frv. 83/2004, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 130. lþ.

[15:51]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði í seinni ræðu minni mun heilbrigðis- og trygginganefnd skoða frumvarpið. Tilgangur frumvarpsins er að lækka lyfjareikning landsmanna. Ég tel að við hv. þingmaður Jón Gunnarsson séum sammála um það og þingmaðurinn hefur staðfest það. Það er alveg ljóst að ef heilbrigðis- og trygginganefnd kemst að því að einhver ákvæði frumvarpsins hækki lyfjareikning landsmanna þá þarf að laga þau ákvæði. Ég hef ekki trú á því að hún komist að þeirri niðurstöðu. Megintilgangur frumvarpsins er sá að styrkja stjórnsýsluna og tilgangurinn er að lækka lyfjareikninginn. Að sjálfsögðu er frumvarpinu vísað til nefndar til þess að þar sé farið yfir það og fjallað um það, fengnar umsagnir. Ég tel að svigrúm sé til þess á þeim tíma sem eftir lifir vorþings.